Færsluflokkur: Bloggar
7.6.2012 | 02:05
spurning
Er LÍÚ okkar ítalska mafía?
Hef verið að kynna mér lögin og finnst þau nokkuð skýr.
Samkvæmt þeim hafa útvegsmenn ekkert til síns máls.
Með auglýsingum, þar sem þeir hafa fengið óupplýsta ólánsmenn til að tala sínu máli, sorglega staðreynd um fyrstu málsgreinina.
Skip úr Eyjum lögð af stað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2012 | 22:47
Nei hættið nú alveg!
Þetta er nú bara meira en fyndið.
Ég hef lent í því að fá sendan pakka frá Selfossi. Þar sem ég bý rétt fyrir utan Laugarvatn og ekki alltaf límdur heima þá gerðist það að ég var ekki við þegar að pakkinn kom.
Viti menn... ég fékk miða þar sem stóð að ég ætti pakka á pósthúsinu á Selfossi.
...og ég sem ætlaði að spara mér ferð á Selfoss og nýta þessa frábæru þjónustu póstins.
Pósthúsinu á Laugarvatni lokað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2012 | 14:58
Mörkin eru þarna.
Í Þýskalandi varðar það við lög að afneita helförinni. Frakkar settu það í lög hjá sér rétt fyrir jól um það að frökkum er bannað að afneita þjóðarmorði Tyrkja á Armenum sem átti sér stað 1915-1916. http://mbl.is/frettir/erlent/2011/12/22/banna_ad_afneita_thjodarmordi/
Hver þjóð setur sér siðferðismörk. Til dæmis er trúin afar sterkt tól til að skapa siðferðisvitund meðal þjóða og vil ég meina að Lútherstrú okkar íslendinga hafi átt stóran þátt í að skapa sterka og góða siðferðisvitund þjóðarinnar þó það vilji nú oft gleymast.
Tjáningafrelsi er eitt af því sem margir eru farnir að líta á sem heilagra en allt sem heilagt er. En megum við bara segja hvað sem er við hvern sem er án þess að þurfa að taka afleiðingunum af því, varin heilögum anda tjáningafrelsisins.
Nei segi ég, meira segja tjáningafrelsið hefur sín takmörk. Tjáningafrelsið getur mótað skoðanir fólks sem af þekkingarleysi veit ekki betur. Í gegnum mannkynssöguna höfum við ótal breysk dæmi um það.
Við viljum ekki, amk. ég, að það sé alið á fordómum byggðum á ótta við það sem fólk þekkir ekki. Það var nú einu sinni Guð sem bjó okkur öll til, mig, þig, samkynhneigða, svertingja, litla kínverja, ljóta og meira segja konur.
Getur ekki verið að þessi fjölbreytileiki eigi sér einhvern tilgang? annan en að níðast á?
Tjáningafrelsið á ekki að vera sjálfgefin réttur til að níðast á minnihlutahópum eða ala á fordómum. Þessi kennari er langt yfir þeim mörkum sem ég myndi segja að sé ásættanleg miðað við hans stöðu í samfélaginu.
Hvar liggja mörkin? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2012 | 20:17
Af fúsum og frjálsum vilja
Það er spennandi að fylgjast með "djöfulsins snillingunum" afla fylgis við þingsáliktunartillögu sinni. Ég hef alltaf litið upp til þeirra sem hafa þroska til að geta skipt um skoðun þegar það er gert af skynsamlegri rökum en áður lágu fyrir.
En fólk getur skipt um skoðanir af ýmsum ástæðum. Við getum flokkað skoðanaskiptin í tvo meginflokka, af fúsum og frjálsum vilja og síðan þvinguð skipti á skoðunum.
Eðli málsins samkvæmt er ég ansi hræddur um að ástæðan fyrir því að Ögmundur og síðan hann blessaður Ásmundur hafa skipt um skoðun í þessu máli falli í síðari flokkinn.
Tekur undir með Ögmundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.12.2011 | 11:11
Spánskt
Þetta kemur spánskt fyrir sjónir.
Mér fannst það mjög skrítið um daginn í hádegisfréttum þegar sagt var frá því að íslensku jólasveinarnir hefðu komið erlendum ferðamönnum spánskt fyrir sjónir.
Lottó-óðir Spánverjar í röðum eftir miðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2011 | 16:54
Alveg rétt
Þessi fjárfestingaráform eru svo sannarlega af þeirri stærðargráðu að nauðsynlegt væri að ræða þau innan ríkisstjórnarinnar.
Og af hverju er þessi fína frú ekki löngu búin að því og leita leiða til að fá þennan mikla peningamann til að fjárfesta hér innan ramma laganna. Það er svo vel hægt. Alveg eins og við getum gert í Kína og alls staðar annarsstaða, innan ramma laga viðkomandi lands. Ef að slíkir möguleikar eru hér fyrir hendi í ferðaþjónustu eins og þessi karl heldur fram, þá gæti hann alveg farið aðrar leiðir en að kaupa hálft Ísland. Hann ætti að vera feginn spara sér þennan milljarð í landakaupum, væri kannski ráð að benda honum á það nema að eitthvað annað búi á bak við þetta hjá honum.
Andvíg ákvörðun Ögmundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2011 | 03:43
Tíu mínútur og búið
Grátlegt tap fyrir Noregi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Bjarni Daníel Daníelsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar