Mörkin eru þarna.

Í Þýskalandi varðar það við lög að afneita helförinni. Frakkar settu það í lög hjá sér rétt fyrir jól um það að frökkum er bannað að afneita þjóðarmorði Tyrkja á Armenum sem átti sér stað 1915-1916. http://mbl.is/frettir/erlent/2011/12/22/banna_ad_afneita_thjodarmordi/

Hver þjóð setur sér siðferðismörk. Til dæmis er trúin afar sterkt tól til að skapa siðferðisvitund meðal þjóða og vil ég meina að Lútherstrú okkar íslendinga hafi átt stóran þátt í að skapa sterka og góða siðferðisvitund þjóðarinnar þó það vilji nú oft gleymast.

Tjáningafrelsi er eitt af því sem margir eru farnir að líta á sem heilagra en allt sem heilagt er. En megum við bara segja hvað sem er við hvern sem er án þess að þurfa að taka afleiðingunum af því, varin heilögum anda tjáningafrelsisins.

Nei segi ég, meira segja tjáningafrelsið hefur sín takmörk. Tjáningafrelsið getur mótað skoðanir fólks sem af þekkingarleysi veit ekki betur. Í gegnum mannkynssöguna höfum við ótal breysk dæmi um það.

Við viljum ekki, amk. ég, að það sé alið á fordómum byggðum á ótta við það sem fólk þekkir ekki. Það var nú einu sinni Guð sem bjó okkur öll til, mig, þig, samkynhneigða, svertingja, litla kínverja, ljóta og meira segja konur.

Getur ekki verið að þessi fjölbreytileiki eigi sér einhvern tilgang? annan en að níðast á?

Tjáningafrelsið á ekki að vera sjálfgefin réttur til að níðast á minnihlutahópum eða ala á fordómum. Þessi kennari er langt yfir þeim mörkum sem ég myndi segja að sé ásættanleg miðað við hans stöðu í samfélaginu.  


mbl.is „Hvar liggja mörkin?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarni Daníel Daníelsson

Höfundur

Bjarni Daníel Daníelsson
Bjarni Daníel Daníelsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband